Sverrir Ásbjörnsson, Kristján Alexandersson, Sigrún Nanna Karlsdóttir og Sunna Ólafsdóttir Wallevik …
Sverrir Ásbjörnsson, Kristján Alexandersson, Sigrún Nanna Karlsdóttir og Sunna Ólafsdóttir Wallevik hjá Álvit taka við viðurkenningunum frá Elínóru Ingu Sigurðardóttur varaforseta Alþjóðasamtaka uppfinningafélaga (IFIA).

Álvit ehf., eitt sprotafyrirtækja Álklasans, hlaut nýlega tvenn alþjóðleg gullverðlaun fyrir einkaleyfislausnir Álvits á alþjóðlegu ARCA hugverka og nýsköpunar sýningunni, 16.-18. október 2025 í Zagreb Króatíu, eftir að Álvit var tilnefnt fyrir Íslands hönd til þessara alþjóðlegu hugverka- og nýsköpunarverðlauna.

Fyrri gullverðlaunin voru veitt fyrir framúrskarandi hugverka og nýsköpunar einkaleyfislausnir Álvits frá mótshöldurum ARCA. Seinni gullverðlaunin voru hins vegar veitt í sérstökum viðurkenningar flokki frá Kínversku hugverkasamtökunum (CAI) sem töldu Álvits hugverkalausnirnar vera líklegastar til að geta haft veruleg jákvæð umhverfisáhrif á heimsvísu.

Elínóra Inga Sigurðardóttir, formaður KVENN og nýsköpunarnefndar FKA og stjórnarmaður í SFH, Samtökum frumkvöðla og hugvitsmanna, tók við báðum verðlaunum fyrir hönd Álvits í Zagreb, en Álvits hópurinn tók svo við verðlaununum af Elínóru þann 18. desember síðastliðinn við hátíðlega athöfn á Tæknisetri þar sem Álvit leigir skrifstofur og tilraunaaðstöðu. Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Tækniseturs veitti verðlaunin með Elinóru.