Álvit ehf., eitt sprotafyrirtækja Álklasans, hlaut nýlega tvenn alþjóðleg gullverðlaun fyrir einkaleyfislausnir Álvits á alþjóðlegu ARCA hugverka og nýsköpunar sýningunni, 16.-18. október 2025 í Zagreb Króatíu, eftir að Álvit var tilnefnt fyrir Íslands hönd til þessara alþjóðlegu hugverka- og nýsköpunarverðlauna.
Fyrri gullverðlaunin voru veitt fyrir framúrskarandi hugverka og nýsköpunar einkaleyfislausnir Álvits frá mótshöldurum ARCA. Seinni gullverðlaunin voru hins vegar veitt í sérstökum viðurkenningar flokki frá Kínversku hugverkasamtökunum (CAI) sem töldu Álvits hugverkalausnirnar vera líklegastar til að geta haft veruleg jákvæð umhverfisáhrif á heimsvísu.
Elínóra Inga Sigurðardóttir, formaður KVENN og nýsköpunarnefndar FKA og stjórnarmaður í SFH, Samtökum frumkvöðla og hugvitsmanna, tók við báðum verðlaunum fyrir hönd Álvits í Zagreb, en Álvits hópurinn tók svo við verðlaununum af Elínóru þann 18. desember síðastliðinn við hátíðlega athöfn á Tæknisetri þar sem Álvit leigir skrifstofur og tilraunaaðstöðu. Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Tækniseturs veitti verðlaunin með Elinóru.