Jólafundur Álklasans 2021

Jólafundur Álklasans var haldinn á Tæknisetri þann 15. desember, þar hlýddu gestir á áhugaverð erindi frá fyrirtækjum í klasansum og sötruðu heitt súkkulaði.
Lesa meira

Tölvusjón og álframleiðsla

Álklasinn stendur fyrir rafrænni málstofa um tölvusjón í álframleiðslu verður haldinn 3. júní kl: 14:00. Símon Elvar Vilhjálmsson frá verkfræðistofunni Eflu, Guðmundur Ingi Einarsson frá Alcoa Fjarðaál og Finnur Marinó Flosason frá Norðuráli verða með kynningar og taka þátt í umræðum.
Lesa meira

Myndir frá Nýsköpunarmóti Álklasans 2021

Nýsköpunarmót Álklasans var streymt frá Háskólanum í Reykjavík 16. mars. Vegna Covid 19 takmarkana voru ekki áheyrendur í sal en ljósmyndar Háskólans í Reykjavík smellti þó af nokkrum myndum við þetta tilefni.
Lesa meira

Hvatningarviðurkenningar Álklasans 2021

Hvatningarviðurkenningar Álklasans voru afhentar í þriðja sinn á Nýsköpunarmóti Álklasans sem var í beinu streymi frá Háskólanum í Reykjavík 16. mars. Þar voru viðurkenningar veittar til fimm nemendaverkefna sem öll tengjast áli á einn eða annan hátt.
Lesa meira

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í beinu streymi 16. mars kl:14

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í fjórða sinn þann 16. mars kl: 14. Háskólinn í Reykjavík er gestgjafi mótsins að þessu sinni en sökum Covid takmarkana verður mótið í beinu streymi
Lesa meira

Íslensk tækni í kapphlaupi við risa

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók í dag á móti fyrstu álstönginni sem framleidd er með byltingarkenndri íslenskri framleiðsluaðferð. Íslenska fyrirtækið Arctus Metals ehf. hefur í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands unnið að þróun álframleiðsluferils sem gefur frá sér súrefni í stað koltvísýrings. Notuð eru rafskaut úr málmblöndum og keramiki í stað kolefnisskauta. Þar sem forskautin taka ekki þátt í efnahvarfinu eru þau sögð vera óvirk. Helsti kosturinn við þessa nýju framleiðsluaðferð er sá að enginn koltvísýringur myndast í framleiðsluferlinu, eingöngu ál og súrefni. Ál með þessari nýju aðferð hefur þegar verið framleitt á tilraunastofu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og þar með staðfest framleiðsluferilinn. Verkefnið hefur frá 2016 notið rannsóknarstyrks frá Tækniþróunarsjóði.
Lesa meira

Snjallál - þróun og snjallvæðing í áliðnaði

Skýrsla verkefnahóps um snjallvæðingu í áliðnaði var gefin út í dag. Að skýrslunni komu sérfræðingar frá ýmsum fyrirtækjum innan klasans og utan og með skýrslunni liggur nú fyrir ákveðin greining á tækifærum og áskorunum á þessu sviði.
Lesa meira

Klasaferð á Reykjanesið

Álklasinn sótti Reykjanesið heim í vel heppnaðri klasaferð. Þar tóku á móti okkur fyrirtækin Carbon Recycling International (CRI), þróunardeild Bláa Lónsins og Kísilverið Stakksberg.
Lesa meira

Skráning hafin í haustferð Álklasans

Haustferð Álklasans verður þann 16. október brottför er úr bænum kl: 12 og áætluð koma til baka er kl: 19. Við ætlum að heimsækja tvö fyrirtæki sem nýta CO2 í sína framleiðslu með mismunandi hætti það eru CRI (metanól) og Bláa Lónið (þörungar) og auk þess heimsækja Stakksberg og heyra um framtíðaráform kísilvinnslu á Reykjanesi. Þá mun OR segja frá áformum um Carbfix í samstarfi við stóriðjuna á Íslandi. Þátttökugjald er 12.000 kr.
Lesa meira

Skýrsla um útflutningstækifæri fyrirtækja í Álklasanum

Það eru tækifæri í loftslagsvænum afurðum, en bæta þarf samkeppnishæfni Íslands á ýmsum sviðum segir í nýútkominni skýrslu. Þegar horft er til útflutnings hjá fyrirtækjum í þeim klasa sem myndast hefur í áliðnaði, varðar miklu að geta átt í viðskiptum við stóriðjufyrirtæki hér á landi. En til þess að áliðnaður og klasinn í kringum málmframleiðslu hér á landi blómstri, þarf að bæta samkeppnishæfni Íslands á ýmsum sviðum. Þetta kemur fram í skýrslu um útflutningstækifæri fyrirtækja í Álklasanum sem er nýkomin út hjá Íslandsstofu, en að henni standa einnig Samál og Álklasinn. Við gerð skýrslunnar var rætt við fulltrúa 33 fyrirtækja sem eru í málmframleiðslu og klasanum í kringum hana. Magnús Júlíusson verkfræðingur hafði umsjón með gerð skýrslunnar.
Lesa meira