Handhafar hvatingarviðurkenninga og fulltrúar stuðningsaðila
Handhafar hvatingarviðurkenninga og fulltrúar stuðningsaðila

Frábært nýsköpunarmót Álklasans 2022 er að baki.  Mikil gróska einkennir nýsköpunarverkefni innan geirans hvort sem er á vettvangi sprotafyrirtækjanna eða nýsköpunarverkefna innan álveranna sjálfra. Venju samkvæmt voru veitt hvatningarviðurkenningar fyrir framúrskarandi nemendaverkefni og að dagskrá lokinni gafst tækifæri til að kryfja málefni líðandi stundar og velta upp tækifærum og áskorunum framundan.

Nemendurnir sem fengu viðurkenningu í ár voru:

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Háskólanum í Reykjavík: Hönnun á staðfrænum tvíbura fyrir málmflæði hjá Alcoa Fjarðaáli með áherslu á búnað og gögn.

Kamaljeet Singh, Háskólanum í Reykjavík: Grunnrannsóknir á rafgreiningu með eðalskautum.

Jóhanna Lóa Ólafsdóttir og Ragnar Loki Ragnarsson, Háskóla Íslands: Nýr umhverfisvænn kragasalli

Lingxue Guan, Háskóla Íslands: Að samþætta öfluga osmósu með föngun CO2 fyrir raforkuframleiðslu og kolefnisbindingu. 

Stuðningsaðilar hvatningarviðurkenninganna voru að þessu sinni, Alcoa Fjarðaál, Efla, Íslandsstofa, Landsbankinn, Mannvit, Norðurál, , Rio Tinto á Íslandi, Samál, Samtök iðnaðarins ogTæknisetur.

Upptöku frá viðburðinum er að finna hér 

Ljósmyndir frá viðburðinum er að finna hér