Álklasinn var heimsóttur af systurklasa sínum frá Québec, Aluminum Valley Society í tilefni af nýsköpunarvikunni. Vel var tekið á móti Kanadafólkinu, en Álklasinn hélt upphitunarviðburð fyrir Kanadaferð klasans. Upphitunin var haldin mánudaginn 12. maí á Tæknisetri. Sex erindi voru á viðburðinum: Jenny Hill, kanadíski sendiherrann á Íslandi, og Per Unheim yfirmaður viðskipta og opinberra mála hjá íslenska sendiráðinu í Kanada ræddu um viðskiptaleg og menningarleg tengsl Íslands og Kanada og mikilvægi þess að styrkja þau á tímum sem þessum. Lilianne Savard, klasastjóri Aluminum Valley Society sagði svo frá hjarta kanadísks áliðnaðar, Saguenay. Eftirá kynntu þrjú íslensk frumkvöðlafyrirtæki sig, DTE, SnerpaPower og Álvit. Að erindum styrktu þátttakendur tengslin yfir léttum veitingum.
Seinna í vikunni skrifuðu Álklasinn og Aluminum Valley Society undir samstarfssamning þess efnis um að vinna að auknum viðskiptalegum tengslum milli áliðnaðanna í Saguenay og á Íslandi, en undirritun átti sér stað í kanadíska sendiráðinum.