Handhafar hvatningarviðurkenningar Álklasans ásamt fulltrúum styrktaraðila:
Frá vinstri: Gunnar Sve…
Handhafar hvatningarviðurkenningar Álklasans ásamt fulltrúum styrktaraðila:
Frá vinstri: Gunnar Sverrir Gunnarsson Mannvit, Soffía Sigurðardóttir Álverið, Kevin Dillman HÍ, Dagmar Stefánsdóttir Alcoa, Regína Þórðardóttir HÍ, Brynjar Bragason Eflu, Leó Blær Haraldsson HR, Pétur Blöndal Samál, Matthías Hjartarson HR, Sigurður Magnús Garðarsson HÍ, Bryndís Skúladóttir SI, Þorsteinn Ingi Sigfússon NMÍ, Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir Álklasanum.

Á vel sóttu Nýsköpunarmóti Álklasans sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík voru í fyrsta sinn veitt hvatningarviðurkenningar til háskólanema fyrir þau verkefni sem þau vinna nú tengd áliðnaði.  Styrktaraðilar þessarar viðurkenningar eru auk Álklasans, Samál, Mannvit, SI, Efla verkfræðistofa, Becromal, Alcoa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Að þessu sinni var leitað til HÍ og HR varðandi tilnefningar en fyrir næsta mót hefur verið opnað fyrir almennar tilnefningar sjá hér

Handhafar hvatningarviðurkenningarinnar Álklasans 2018 eru:  

Kevin Dillman frá Háskóla Íslands  með verkefnið „LCA greining á íslenskri álframleiðslu“, Leó Blær Haraldsson frá Háskólanum í Reykjavík með verkefnið „Hitaveita með varmaendurvinnslu frá Fjarðaál,  Fýsileikagreining“, Matthías Hjartarson frá Háskólanum í Reykjavík með verkefnið „Machine learning for detection of Cryolite electrolyte residue on dark surfaces, in an uncontrolled environment.“ og Regína Þórðardóttir frá Háskóla Íslands með verkefnið „Kortlagning á framleiðsluúrgangi sem fellur til innan áliðnaðar“