Johan Rönning hf. hefur nú bæst í hóp fyrirtækja í Álklasanum.  Johan Rönning hefur þjónustað áliðnaðinn allt frá því að fyrsta álver landsins reis í Straumsvík árið 1966 og hefur fyrirtækið tekið virkan þátt í uppbyggingu áliðnaðar á landinu öllu í rúma hálfa öld. 

Kristófer Kristófersson markaðsstjóri Johan Rönning segir "Áliðnaðurinn er okkur afar mikilvægur og í gegnum árin höfum við unnið með álverum og framkvæmdaraðilum að fjölmörgum krefjandi verkefnum. Þá má nefna þegar Fjarðaál tók til starfa steig Johan Rönning ný skref í þjónustu við álverin á Íslandi og hefur það að samstarf Johan Rönning og Alcoa Fjarðaáls verið mjög farsælt í gegnum árin. Áhersla okkar og samstarf við áliðnaðinn endurspeglast í starfsemi fyrirtækisins í dag en Johan Rönning rekur verslanir með rafbúnað og fleira í nærumhverfi álverana og rekur starfstöðvar m.a. á Reyðarfirði, Grundartanga og í Hafnarfirði. Fyrirtækið rekur einnig verslanirnar Sindri, Sindri Vinnuföt og nú nýlega lagnafyrirtækið Vatn og veitur. Með hámarksþjónustu að leiðarljósi tryggjum við áfram farsælt samband við okkar viðskiptavini og eflum með þeim iðnað á Íslandi."   

Álklasinn fagnar þessari viðbót býður Johan Rönning velkomið í klasann.