Álklasinn sótti Reykjanesið heim í vel heppnaðri klasaferð.  Þar tóku á móti okkur fyrirtækin Carbon Recycling International (CRI), þróunardeild Bláa Lónsins og Kísilverið Stakksberg.  

Fyrst var þróunardeild Bláa Lónsins heimsótt en þar tók á móti okkur Dt. Halldór Svavarsson og sagði frá framleiðslu Bláþörunga, salts og kísilsdufts og hvernig auðlindir úr nærumhverfinu eru nýttar, svo sem jarðsjór, affalsvatn og koltvíoxíðstraumar frá jarðvarmavikjuninni á Svartsengi.

Hópurinn kom því næst við í fundarsal á svæðinu þar sem Dr. Kári Helgason sagðir frá Carbfix og FlexCCUS verkefnum Orkuveitu Reykjavíkur þar sem unnið er með föngun og bindingu koltvíoxíðsstrauma frá orkuverum og iðnaði.

Matthias Ólafsson markaðsstjóri CRI sýndi okkur verksmiðjuna þeirra í Svartsengi og fór yfir stefnu fyrirtækisins í sölu á tækninni erlendis og hugverkamálum því tengt.

Þá var stefnan tekin í Helguvík þar sem dr. Þórður Magnússon framkvæmdarstjóri Stakksbergs sýndi hópnum verksmiðjuna og sagði frá helstu umbótum sem fylgja áfromum um enduropnun kísilverksmiðjunnar.

Hér eru myndir frá deginum