Íslandsstofa bauð til fyrsta kaffispjalls Álklasans og var fundurinn vel sóttur.  Íslandsstofa kynnti þar þá þjónustu sem í boði er fyrir íslensk fyrirtæki og ræddi auknar áherslur á stuðning við áltengdan  iðnað.  Þá var kynnt verkefni sem sett verður af stað nú á vetrarmánuðum og mun lúta að kortlagningu fyrirtækja sem starfa á sviði áliðnaðar á Íslandi, þar með talið, útflutningstækifæri og möguleika á fjárfestingum. Íslandsstofa, Álklasinn og Samál munu halda utanum kortlagninguna sem á að nýtast öllum sem starfa á sviði áliðnaðar eða tengdrar starfsemi.