Árleg vorferð Álklasans verður fimmtudaginn 15. júní.
Að þessu sinni förum við austur á land og heimsækjum fyrirtæki tengd áliðnaði þar, meðal annast Alcoa Fjarðarál.
Þetta verður dagsferð, flogið að morgni dags og komið aftur að kveldi. Dagurinn verður fullnýttur í heimsóknir, fræðslu og skemmtun.
Við höfum tekið frá sæti hjá Flugfélagi Íslands fyrir hópinn og þau halda fyrir okkur sætum til 1. maí svo endilega tryggið ykkur og ykkar fólki sæti fyrir þann tíma, sjá upplýsingar hér fyrir neðan:

Hver og einn getur gengið frá greiðslu með að vitna í bókunina 3686905.
Flugverð á mann með sköttum kr. 31.055.-
Brottför RKV-EGS 15/06 kl. 07:30/708:30
Brottför EGS-RKV 15/06 kl. 20:25//21:25

Skilmálar:
Fargjaldið veitir ekki vildarpunkta
Breytingargjald kr. 2.500.-
Fargjaldið er endurgreitt að frádregnum kr. 2.500.- pr. fluglegg ef afbókað er lágmark 24 klst. fyrir brottfararíma.
Nöfn og greiðsla við bókun í síma 5703075 virka daga milli kl. 08:00 og 16:00 eða senda e-mail hopadadeild@flugfelg.is fyrir 01. maí 2017.

Til að aðstoða við skipulagningu dagsins bið ég ykkur að skrá ykkur líka hér:

Skráning í vorferð