Lýsing á þörf:

Ris er heiti yfir svokallað spennuris í rafgreiningarkerum þar sem spenna yfir kerið hækkar óeðlilega mikið vegna vandamála í rekstri kersins. Spennuris hefur mikil áhrif á rekstur þar sem orkunotkun eykst til muna, kerið fer úr jafnvægi og álframleiðsla í kerinu minnkar. Þetta hefur umhverfisáhrif vegna aukinnar losunnar óæskilegra efna út í andrúmsloftið. Fjarðaál leitast ávalt við að lágmarka sem mest umhverfisáhrif frá rekstri og vill því komast að rót vandans við aukin risfjölda í rafgreiningarkerum Fjarðaáls. Greina þarf vandamálið og kom með hugmyndir að úrbótum..

Verkefnishugmynd:

Sá sem vinnur verkefnið þarf að vinna með iðnstýringar og ferla Fjarðaáls. Gera þarf greiningu í gegnum gögn sem þaðan fást og koma með úrlausn að vandamálinu.

Tengiliður: 

Ingibjörg Gróa Magnúsdóttir , Alcoa Fjarðaál, (ingibjorg.magnusdottir@alcoa.com)

HEF ÁHUGA