Carl Duchesne, upphafsræðumaður viðburðarins heldur erindi sitt.
Carl Duchesne, upphafsræðumaður viðburðarins heldur erindi sitt.

Sumarfundur Álklasans var haldinn miðvikudaginn 14. júní síðastliðin á Tæknisetri í framhaldi af ársfundi klasans. Ellefu erindi voru haldin sem sýndu vel þau áhugaverðu verkefni og frumkvöðlastarfsemi sem á sér stað hér á landi í ál- og kísiliðnaðinum.Tveir sérfræðingar, Carl Duchesne og Petre Manolescu, komu frá Québec í kanada og sögðu okkur frá þeim rannsóknum sem eiga sér stað í Laval háskólanum og Alcoa þar í landi. Karl Ágúst Matthíasson, framkvæmdarstjóri DTE, sagði frá frábærum fréttum af fyrirtækinu sem nýlega skrifaði undir stóran samning við einn stærsta endurvinnsluaðila áls í heiminum. Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir gaf gott yfirlit um þær áskoranir sem nauðsynlegt er að leysa til þess að viðhalda nútíma lífsgæðum án þess að fórna umhvefinu. Mikið af ungum sérfræðingum frá fyrirtækjum og háskólum sögðu svo frá þeirra rannsóknarverkefnum, sem einmitt tækla þær áskoranir sem Guðrún talaði um.

Við viljum þakka öllum gestum kærlega fyrir komuna!