Jólafundur Álklasans var haldinn á Tæknisetri, þar hlýddu gestir á áhugaverð erindi frá fyrirtækjum í klasansum og sötruðu heitt súkkulaði á meðan.  Erindin voru fjölbreytt að venju,  Ágúst Þorri Tryggjvason frá Isal sagði frá þróun á umbótaferli tengdu geymslu og nýtingu álmola sem falla til í kerskálum.  Linda Fanney Valgeirsdóttir frá Alor kynnti nýlegar vendingar hjá þeim og næstu skref í þeirra þróunarferli.  Kristján Alexander Friðriksson sagði frá árangri Alvits í þróun nýs græns kragasalla og raunumhverfisprófun á því efni sem er í gangi núna, einnig sagði hann frá nýju verkefni sem fyrirtækið Ísstál fékk nýlega Tækniþróunarsjóðsstyrk til að sinna og snýr að hringrásun kerbrota frá áliðnaði inn í nýtt framleiðsluferli. Jón Hjaltalín Magnússon frá Arctus Aluminium sagði frá góðum árangri í þróun á nýju kolefnislausu álframleiðslutækninni og spennandi tímamótum sem þar eru framundan. Berglind Höskuldsdóttir hjá DTE frá þeim græna ávinningi sem rauntímagreining á málmbráðinni gefur og styður þanning enn frekar við innleiðingu þessarar tækni hjá áliðnaðinum. Finnur Marinó Flosason sagði frá grænu fjárfestingar verkefni sem er framundan hjá Norðuráli og sókn þeirra á markað með NaturAl sem er ASI vottað og rekjanleg framleiðsla frá námu til vöru.  Að lokum tók til máls Guðrún Sævarsdóttir sem fór yfir þau fjölmörgu rannsóknarverkefni sem hennar rannsóknarteymi hjá HR er að sinna tengt áliðnaði og stóriðju.  Meðal annars greindi hún frá áhrifaríkri samvinnu við DTE þar sem þeirra greiningarbúnaður var nýttur til mælinga á TiAl málmbráð og korlagningu á fasaskiptum. 

Myndir hér