Jólafundur Álklasans 2023 var haldin á Tæknisetri 13. desember síðastliðinn. Þar gæddu gestir sér á jólabakkelsi og hlustuðu á áhugaverð erindi frá fyrirtækjum í bransanum. Erindin þetta árið voru fjölbreytt og skemmtileg eins og ár hvert. Linda Fanney Valgeirsdóttir frá Alor sagði frá nýjustu vendingum hjá fyrirtækinu sem býr sig undir stækkun í náinni framtíð. Adríana Pétursdóttir frá Rio Tinto á Íslandi ræddi um öryggi í víðara samhengi og hvernig Rio Tinto hefur tekið upp viðbragðsferla við heimilisofbeldi en fyrirtækið hefur ákveðið að styðja vel við bak fórnarlamba þess. Dagur Ingi Ólafsson kynnti nýja þrívíddarmálmprentara tækniseturs, þann fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Bergrós Arna Sævarsdóttir var með sjálfbærnihugvekju, en sjálfbærni er eitt það mikilvægasta sem fyrirtæki og einstaklingar geta tileinkað sér til þess að vernda umhverfið. Þorsteinn Ingi Magnússon frá Norðuráli sagði frá umhverfisverðlaunum SA 2022 sem Norðuráli var veitt sem og þeim verkefnum sem hafa hjálpað fyrirtækinu að ná árangri í umhverfismálum. Að lokum kynnti Jóhannes Steinar Kristjánsson hjá HD ástandgreiningarfyrirtækisins en rétt og tímabær ástandsgreining og viðbrögð við henni geta skipt sköpum fyrir stóriðjufyrirtæki.

Álklasinn vill þakka ræðufólki og gestum fyrir frábæran jólafund.