Pétur Blöndal heldur ljóðræna hugvekju.
Pétur Blöndal heldur ljóðræna hugvekju.

Jólafundur Álklasans 2023 var haldinn á Tæknisetri miðvikudaginn 13. desember. Fundargestir hittust í lok vinnudags og komu sér í jólaskapið með heimagerðu heitu súkkulaði, laufabrauði og smákökum á meðan hlýtt var á áhugaverða og fjölbreytta fyrirlestra.

Rauan Meirbekova sagði frá nýjustu vendingum hjá Arctus Aluminium í þróun á eðalskautum fyrir umhverfisvæna álframleiðslu. Steinar Birgisson hjá Elkem fræddi fundargesti um endurfóðringu stærsta kísiljárnsofns landsins. Þar á eftir kom Íris Baldursdóttir meðstofnandi Snerpa Power og sagði frá þeim snjöllu orkulausnum sem fyrirtækið er að vinna í til að stuðla að aukinni skilvirkni og samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar. Leif Andersson hjá Alur sagði okkur svo frá árangri Alurs í endurvinnslu saltköku frá áliðnaðinum, en stórt skref hefur verið tekið í endurvinnslu álúrgangs hérlendis með þeirri viðbót. Að lokum kom Pétur Blöndal frá Samál upp á svið og kætti fundargesti með skemmtilegum jólum sem komu okkur svo sannarlega í jólaskapið.

Gleðileg jól!

 

 

 

 

 

Leif AnderssonÍris BaldursdóttirSteinar Birgisson

                                 Leif Andersson                                                                  Íris Baldursdóttir                                                               Steinar Birgisson