Jólafundur Álkasans var haldinn í gær og við það tilefni hélt Dr. Guðmundur Gunnarsson fagstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands erindi um fræðin á bak við óvirk rafskaut.  En óvirk rafskaut eða "inert electrodes" er framþróun í álframleiðslutækni sem lengi hefur verið leitast eftir að ná tökum á.  Guðmundur lagði áherslu á efnisfræðilegu áskoranirnar á bak við þessa þróun en sagði einnig í stuttu máli frá verkefni sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Arctus Metal eru að vinna að þessu tengt með styrk frá Tækniþróunarsjóði Íslands.