Nýsköpunaráskorun Álklasans var haldin í gær í samstarfi við KPMG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Alls þátt fulltrúar tólf fyrirtækja í Álklasanum. Áhersla var lögð á draga fram kosti þess fyrir starfandi fyrirtæki að skilgreina vel og draga út rannsóknar og þróunarverkefni í sinni starfsemi. Sérfræðingar frá KPMG fóru yfir tækifæri starfandi fyrirtækja til að nýta sér skattafrádrátt rannsóknar og þróunarverkefna, Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynnti stuðning við greiningu nýsköpunartækifæra með Innovation Health Check verkfærinu og Sunna Wallevik sagði frá sinni reynslu á þessu sviði, en hún hefur unnið að þessu með fyrirtækjunum Gerosion og Elkem Ísland.