Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 30. mars kl. 14-16. Dagskrá er fjölbreytt að vanda þar sem gefin verður innsýn í spennandi þróunarverkefni hjá iðnaðinum, sprotafyrirtækjum og rannsóknarsamfélaginu. 

Skráning fer fram hér

 

Dagskrá

  • Ávarp - Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
  • Ávarp - Ágúst Valfells, deildarforseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík
  • Snjallar lausnir í álframleiðslu - María Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar og upplýsingatækni hjá Alcoa
  • Græn framþróun í áliðnaði - Steinunn Dögg Steinsen, yfirmaður umhverfis- og öryggismála álvera hjá Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls.
  • Áliðnaðurinn í átt til kolefnishlutleysis - Bjarni Már Gylfason, leiðtogi samfélagsmála og samskipta hjá Ísal

Örerindi

  • Aðstaða til tæknirannsókna fyrir orkuiðnað - Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, klasastjóri Álklasans og framkvæmdastjóri Tækniseturs
  • Endurvinnsla kerbrota - Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Gerosion
  • Loftslagsvæn kolefnislaus álframleiðsla - Jón Hjaltalín Magnússon, Arctus Aluminium
  • Nýr umhverfisvænn kragasalli og arftaki koltjörubiks - Kristján Friðrik Alexandersson, Álvit
  • Nýsköpunarmolar í HR - Guðrún Sævarsdóttir, dósent í Háskólanum í Reykjavík
  • Evrópusamstarf í áltengdum þróunarverkefnum - Guðmundur Gunnarsson, Tæknisetur

Afhending nemendaviðurkenninga og kynning á nemendaverkefnum.

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls verður fundarstjóri. Kaffispjall og netagerð að fundi loknum.