Fyrsti fundur verkefnahóps um snjallvæðingu í ál og kísiliðnaði var haldinn 8. febrúar.  Markmiðið er að draga fram tækifæri og áskoranir þessu tengd og að hópurinn skili af sér tillögum sem geta nýst til sóknar á þessu sviði.  Í verkefnahópnum eru helstu hagaðilar á þessu sviði auk stuðningsumhverfisins.  Á þessum fyrsta fundi var auk umræðna kynning frá Hauki Hafsteinssyni og Andra Má Stefánssyni um nýjustu nálgun Marels á þessu sviði. 

Haukur Hafsteinsson hjá Marel

Andri Már Stefánsson hjá Marel