Sumarfundur Álklasans verður haldinn í fyrsta sinn miðvikudaginn 14. júní á Tæknisetri, Árleyni 8, Reykjavík. Sumarfundur Álklasans er lítil tæknileg ráðstefna um verkefni, rannsóknir og þróun tengt ál- og kísiliðnaði. Viðburðinn má líkja við Nýsköpunarmót Álklasans, en á sumarfundinum verða fyrirlestrar lengri, um frá 15-30 mínútum, ásamt því að tími verður fyrir spurningar úr sal. Boðið verður upp á léttar veitingar með honum. Dagskrá er frá 9:45-15:30, en viðburðurinn hefst í framhaldi af aðalfundi klasans.

Keynote speaker viðburðsins verður Carl Duchesne, prófessor í ólífrænni efnafræði við Laval háskólann í Kanada en Carl hefur mikla reynslu af rannsóknum á sviði álframleiðslu.

Allir eru velkomnir og vonumst til þess að sjá sem flesta!