Álklasinn hefur undirritað samstarfssamning við tvo kanadíska klasa, AluQuébec og Aluminum Valley Society. Líkt og hérlendis er kanadísk álframleiðsla drifin áfram af endurnýjanlegri orku og því er mikill samhljómur milli þessara landa, varðandi mikilvægi umhverfisvænnar álframleiðslu. Með samningnum er lögð áhersla á að efla samstarf á sviði viðskiptatengsla, rannsókna og fræðslu.

Samningurinn var undirritaður miðvikudaginn 21. mars við hátíðlega athöfn  í Listasafni Reykjavíkur. Guðbjörg Óskarsdóttir framkvæmdarstjóri Álklasans, Normand Bergrand stjórnarformaður AluQuebec klasans og Malika Cherry framkvæmdastjóri Aluminium Valley Society klasans í Saguenay undirrituðu samstarfssamninginn.  Viðstaddir undirritunina voru Anne-Tamara Lorre sendiherra Kanada á Íslandi, Ingvi Már Pálsson skrifstofustjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og John Anthony Coleman skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu Quebec í London.

Hér má sjá myndir frá viðburðinum. Myndir