Stefna Álklasans 

Framtíðarsýn Álklasans var mótuð á tveggja daga stefnumótunarfundi í Borgarnesi í apríl árið 2014. Þar komu saman hátt í 40 fyrirtæki og stofnanir og má lesa um afrakstur þeirrar vinnu hér.   

Í stefnunni sem mörkuð var á fundinum kom skýrt fram að Álklasanum er ætlað að farvegur hugmynda, þarfa, tengslamiðlunar og nýsköpunar. Ennfremur að Álklasinn verði vettvangur þar sem hægt er að viðra hugmyndir að verkefnum eða kalla eftir lausnum. Horft er til meiri fjölbreytni og fjölgun á fyrirtækjum í afleiddum nýiðnaði. Ál verði nýtt sem grunnur nýsköpunar jafnt í grónum fyrirtækjum sem sprotafyrirtækjum.

Samþykkt voru 10 áhersluverkefnum á stefnumótunarfundinum:

1. Stofnun rannsóknarseturs og efling rannsókna á afmörkuðum sviðum, bæði hagnýtar og grunnrannsóknir.

2. Samhæft útflutningsátak álklasa.

3. Efling rannsókna og kennslu um ál og efnisvísindi í íslenskum háskólum.

4. Álklasinn farvegur hugmynda, þarfa, tengslamiðlunar og nýsköpunar.

5. Skapa stolt yfir framleiðsluhagkerfinu, gæðum og verðmætasköpun.

6. Rannsóknasjóður eða samkeppnissjóður um samstarf atvinnulífs og skóla.

7. Uppstokkun iðn- og verkmenntunar, þ.m.t. vinnustaðanáms.

8. Frá úrgangi til hráefnis - fullnýting aukaafurða og úrgangs.

9. Samkeppnishæft rekstrarumhverfi tryggt og stuðlað að erlendri fjárfestingu í úrvinnsluiðnaði.

10. Klasastjórnun álklasans komið í farveg og eftirfylgni verkefna tryggð.