Ný Stefna Álklasans 

Stefna Álklasans var mótuð á tveggja daga stefnumótunarfundi hjá Cowi í Urðarhvarfi í nóvember árið 2024. Þar komu rúmlega 30 félagsmenn saman sem fulltrúar hátt í 20 fyrirtækja og lögðu línurnar að framtíðarsýn Álklasans til ársins 2030. Framtíðarsýnin var mótuð á tveggja daga stefnumótunarfundi hjá Cowi undir leiðsögn Davíðs Lúðvíkssonar. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá hér.

Í stefnunni sem mörkuð var á fundinum kom skýrt fram að Álklasanum er ætlað að farvegur hugmynda, þarfa, tengslamiðlunar og nýsköpunar. Ennfremur að Álklasinn verði vettvangur þar sem hægt er að viðra hugmyndir að verkefnum eða kalla eftir lausnum. 

Samþykkt voru 10 áhersluverkefnum á stefnumótunarfundinum:

1. Stofnun þróunarsjóðs Álklasans.

2. Árlegt stefnumóti fyrirtækja í geiranum

3. Stofnun Afburðaseturs til þróunar á nýjum tæknilausnum fyrir áliðnaðinn

4. Uppsetning Hugmyndabankans - Verkefnagátt

5. Umbætur á ívilnunum til nýsköpunar hjá stórum álfyrirtækjum

6. Styðja verkefni um bindingu CO2 frá álverum

7. Arðspor Álklasans kortlagt

8. Verkefnahópar Álklasans stofnaðir

9. Samantekt á aukaafurðum álframleiðslu og tækifærum til áframvinnslu

10. Nýsköpunarkeppni Álklasans komið á fót