Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók í dag á móti fyrstu álstönginni sem framleidd er með byltingarkenndri íslenskri framleiðsluaðferð. Íslenska fyrirtækið Arctus Metals ehf. hefur í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands unnið að þróun álframleiðsluferils sem gefur frá sér súrefni í stað koltvísýrings. Notuð eru rafskaut úr málmblöndum og keramiki í stað kolefnisskauta. Þar sem forskautin taka ekki þátt í efnahvarfinu eru þau sögð vera óvirk. Helsti kosturinn við þessa nýju framleiðsluaðferð er sá að enginn koltvísýringur myndast í framleiðsluferlinu, eingöngu ál og súrefni. Ál með þessari nýju aðferð hefur þegar verið framleitt á tilraunastofu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og þar með staðfest framleiðsluferilinn. Verkefnið hefur frá 2016 notið rannsóknarstyrks frá Tækniþróunarsjóði.
Skýrsla verkefnahóps um snjallvæðingu í áliðnaði var gefin út í dag. Að skýrslunni komu sérfræðingar frá ýmsum fyrirtækjum innan klasans og utan og með skýrslunni liggur nú fyrir ákveðin greining á tækifærum og áskorunum á þessu sviði.
Álklasinn sótti Reykjanesið heim í vel heppnaðri klasaferð. Þar tóku á móti okkur fyrirtækin Carbon Recycling International (CRI), þróunardeild Bláa Lónsins og Kísilverið Stakksberg.
Haustferð Álklasans verður þann 16. október brottför er úr bænum kl: 12 og áætluð koma til baka er kl: 19.
Við ætlum að heimsækja tvö fyrirtæki sem nýta CO2 í sína framleiðslu með mismunandi hætti það eru CRI (metanól) og Bláa Lónið (þörungar) og auk þess heimsækja Stakksberg og heyra um framtíðaráform kísilvinnslu á Reykjanesi. Þá mun OR segja frá áformum um Carbfix í samstarfi við stóriðjuna á Íslandi. Þátttökugjald er 12.000 kr.