Nýsköpunarmót Álklasans var haldið í sjöunda skipti í Hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 14. mars. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá sem sneru að framleiðsluferlum fortíðar og framtíðar, lausnum nýsköpunarfyrirtækja og þeim áskorunum sem verið er að tækla í ál- og kísiliðnaðinum hér á landi og erlendis.
Álklasinn fór í sína fyrstu haustferð síðan að covid faraldurinn hófst. Miðvikudaginn 14. september var flogið til Egilstaða um morguninn þar sem að rúta tók á móti okkur og keyrði austur til Reyðarfjarðar. Þar fengum við frábæra skoðunarferð um Fjarðaál og Launafl. Eftir skoðunarferðirnar var farið í Vök Baths á Egilstöðum þar sem hópurinn átti góða stund.