Becromal og PCC heimsótt í haustferð Álklasans

Árleg ferð Álklasans var að þessu sinni norður á Húsavík og Akureyri þar sem 50 þátttakendur nutu getsrisni PCC og Becromal. Á Húsavík var verksmiðja PCC skoðuð og hlýtt á kynningar um hið margþætta samstarfsverkefni sem fylgir slíkri uppbyggingu. Á Akureyri tók Becromal á móti okkur og kynnti sitt framleiðslu ferli og sögu og gáfu leiðsög um verksmiðjuna auk þess sem samstarfsaðili þeirra Rafeyri rakti sögu sína og hvernig vöxur þess fyrirtækis hefur orðið í tengslum við þjónustu við Becromal.
Lesa meira

Aðalfundur Álklasans

Aðalfundur Álklasans var haldinn í morgun. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstöf. Fundurinn samþykkti 10% hækkun á aðildargjöldum klasans en klasagjöld hafa verið óbreytt frá stofnun klasans 2015.
Lesa meira

Aðalfundur Álklasans

Aðalfundur Álklasans var haldinn í morgun. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstöf. Fundurinn samþykkti 10% hækkun á aðildargjöldum klasans en klasagjöld hafa verið óbreytt frá stofnun klasans 2015.
Lesa meira

Johan Rönning bætist í fyrirtækjahóp Álklasans

Álklasinn fagnar nýrri viðbót í klasasamstarfið, það er fyrirtækið Johan Rönning sem einnig rekur verslanirnar Sindar og lagnafyrirtækið Vatn og veitur. Johan Rönning hf. hefur verið órjúfanlegur hluti af rekstri álvera á Íslandi allt frá því að fyrsta álver landsins reis í Straumsvík árið 1966 og hefur fyrirtækið tekið virkan þátt í uppbyggingu áliðnaðar á landinu öllu í rúma hálfa öld.
Lesa meira

Undirritun samstarfssamnings Álklasans og tveggja kanadískra álklasa

Álklasinn hefur undirritað samstarfssamning við tvo kanadíska klasa, AluQuébec og Aluminum Valley Society. Líkt og hérlendis er kanadísk álframleiðsla að mestu leiti drifin áfram af endurnýjanlegri orku og því er mikill samhljómur milli þessara landa, varðandi mikilvægi umhverfisvænnar álframleiðslu. Með samningnum er lögð áhersla á að efla samstarf á sviði viðskiptatengsla, rannsókna og fræðslu.
Lesa meira

Hvatningarviðurkenningar veittar háskólanemum á Nýsköpunarmóti Álklasans 2018

Á vel sóttu Nýsköpunarmóti Álklasans sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík voru í fyrsta sinn veitt hvatningarviðurkenningar til háskólanema fyrir þau verkefni sem þau vinna nú tengd áliðnaði.
Lesa meira

Nýsköpunarmót Álklasans 2018

Á Nýsköpunarmótinu hlýddu yfir 100 manns á erindi um nýsköpun, rannsóknir og þróun í áliðnaði og voru framsögumenn frá atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. Þar á meðal voru fyrirlesarar frá Laval-háskóla og REGAL rannsóknarmiðstöð áliðnaðarins í Kanada.
Lesa meira

Opnað fyrir skráningu á Nýsköpunarmót Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í Háskólanum í Reykjavík þann 22. febrúar næstkomandi. Auk áhugaverðra erinda verða hvatningarverðlaun Álklasans veitt til fjögurra nemenda á háskólastigi sem vinna nú að verkefnum tengdum áliðnaðinum.
Lesa meira

Nýsköpunaráskorun vel sótt af fyrirtækjum klasans

Nýsköpunaráskorun Álklasans var haldin í gær í samstarfi við KPMG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Alls þátt fulltrúar tólf fyrirtækja í Álklasanum. Áhersla var lögð á draga fram kosti þess fyrir starfandi fyrirtæki að skilgreina vel og draga út rannsóknar og þróunarverkefni í sinni starfsemi.
Lesa meira

Skáning í Nýsköpunaráskorun Álklasans

Áklasinn hefur fengið í lið með sér KPMG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og boðar til eftirmiðdagsæfingar. Þarna verða fróðleg erindin sem nýstast ættu fyrirtækjum hvort sem þau eru nú þegar að vinna að nýsköpun og að nýta sér þann stuðning sem í boði sem og fyrirtæki sem hingað til hafa ekki talið sig vera í þeim hópi.
Lesa meira