LHÍ og bráðið ál

Johanna Seeleman er nemandi við vöruhönnunarbraut LHÍ og hefur unnið með ál sem efnivið í sín verkefni.
Lesa meira

Kaffispjall hjá Íslandsstofu

Íslandsstofa bauð meðlimum Álklasans í kaffispjall þar sem kynnt var þjónusta Íslandsstofu og verkefnishugmynd um kortlagningu Álklasans og mat á útflutingstækifærum og fjárfestingum hjá greininni.
Lesa meira

Álklasinn stofnaður

Hátt í 30 fyrirtæki og stofnanir komu að stofnfundi Álklasans sem haldinn var í dag í Húsi atvinnulífsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir flutti ávarp, Björg Ásta Þórðardóttir lögfræðingur Si ræddi klasasamstarf út frá samkeppnissjónarmiðum, Hannes Ottósson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fjallaði um klasakenningar og tækifæri sem fylgja klasasamstarfi, þá bar Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir klasastjóri Álklasans, stofnfundargögn undir fundinn til samþykktar og kynnti næstu verkefni klasans.
Lesa meira

Stefnumótunarfundur

Tveggja daga stefnumótunarfundur yfir 40 aðila um framtíð áltengs iðnaðar á Íslandi var haldinn í Borganesi. Fyrirtæki sem sóttu fundinn voru samstíga um mikilvægi aukinnar samvinnu um sameiginleg hagsmunamál svo sem aukið vægi iðnmenntunar og aukinni áherslu á nýsköpun í iðnaðinum.
Lesa meira