30.03.2023
Nýsköpunarmót Álklasans var nýlega haldið í Háskólanum í Reykjavík, þriðjudaginn 28. mars. Á meðal umfjöllunarefna voru rannsóknir á álrafhlöðum, svefnrannsónir á vaktastarfsfólki og nýjungar í endurvinnslu á áli og úrgangsefnum í ál- og kísiliðnaði. Auk erinda voru Hvatningarviðurkenningar veittar nemendum sem höfðu unnið góð verkefni á sviði ál- og kísiliðnaðar.
Lesa meira
17.03.2023
Nýsköpunarmót Álklasans 2023 verður haldið í Háskólanum í Reykjavík þriðjudaginn 28. mars kl. 14-16 í stofu M101.
Lesa meira
31.03.2022
Frábært nýsköpunarmót Álklasans 2022 er að baki. Mikil gróska einkennir nýsköpunarverkefni innan geirans hvort sem er á vettvangi sprotafyrirtækjanna eða nýsköpunarverkefna innan álveranna sjálfra. Venju samkvæmt voru veitt hvatningarviðurkenningar fyrir framúrskarandi nemendaverkefni og að dagskrá lokinni gafst tækifæri til að kryfja málefni líðandi stundar og velta upp tækifærum og áskorunum framundan.
Lesa meira
23.03.2022
Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 30. mars kl. 14-16. Dagskrá er fjölbreytt að vanda þar sem gefin verður innsýn í spennandi þróunarverkefni hjá iðnaðinum, sprotafyrirtækjum og rannsóknarsamfélaginu.
Lesa meira
20.12.2021
Jólafundur Álklasans var haldinn á Tæknisetri þann 15. desember, þar hlýddu gestir á áhugaverð erindi frá fyrirtækjum í klasansum og sötruðu heitt súkkulaði.
Lesa meira
02.06.2021
Álklasinn stendur fyrir rafrænni málstofa um tölvusjón í álframleiðslu verður haldinn 3. júní kl: 14:00. Símon Elvar Vilhjálmsson frá verkfræðistofunni Eflu, Guðmundur Ingi Einarsson frá Alcoa Fjarðaál og Finnur Marinó Flosason frá Norðuráli verða með kynningar og taka þátt í umræðum.
Lesa meira
24.03.2021
Nýsköpunarmót Álklasans var streymt frá Háskólanum í Reykjavík 16. mars. Vegna Covid 19 takmarkana voru ekki áheyrendur í sal en ljósmyndar Háskólans í Reykjavík smellti þó af nokkrum myndum við þetta tilefni.
Lesa meira
17.03.2021
Hvatningarviðurkenningar Álklasans voru afhentar í þriðja sinn á Nýsköpunarmóti Álklasans sem var í beinu streymi frá Háskólanum í Reykjavík 16. mars. Þar voru viðurkenningar veittar til fimm nemendaverkefna sem öll tengjast áli á einn eða annan hátt.
Lesa meira
16.03.2021
Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í fjórða sinn þann 16. mars kl: 14. Háskólinn í Reykjavík er gestgjafi mótsins að þessu sinni en sökum Covid takmarkana verður mótið í beinu streymi
Lesa meira